3.jpg
IMG_5258.JPG
1.jpg
3.jpg

Náttúrulaugar við Deildartunguhver


SCROLL DOWN

Náttúrulaugar við Deildartunguhver


IMG_5258.JPG

Framkvæmdin


70 metra norðan við Deildartunguhver í Borgarfirði mun á næstu mánuðum rísa Krauma – náttúrulaugar. Fyrsta skóflustunga var tekin 26. apríl 2015 og framkvæmdir hófust tveimur dögum seinna, 28. apríl. Byggingarnar sem verða rúmir 550 m2, samanstanda af þjónustuhúsi með búningsaðstöðu fyrir 140 manns, veitingastað, bar og minjagripaverslun. Einnig verða gufuböð og hvíldarherbergi á laugasvæðinu. Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Krauma.

Ferðamönnum verður gert kleift að heimsækja staðinn á þyrlum en nokkuð vestan við Krauma verður útbúinn lendingarstaður með göngustíg á milli.

Arkitekt bygginganna, baðsvæðis og landslags er Brynhildur Sólveigardóttir. 

Húsasmíðameistari er Sigurður Árni Magnússon
 

Framkvæmdin


70 metra norðan við Deildartunguhver í Borgarfirði mun á næstu mánuðum rísa Krauma – náttúrulaugar. Fyrsta skóflustunga var tekin 26. apríl 2015 og framkvæmdir hófust tveimur dögum seinna, 28. apríl. Byggingarnar sem verða rúmir 550 m2, samanstanda af þjónustuhúsi með búningsaðstöðu fyrir 140 manns, veitingastað, bar og minjagripaverslun. Einnig verða gufuböð og hvíldarherbergi á laugasvæðinu. Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Krauma.

Ferðamönnum verður gert kleift að heimsækja staðinn á þyrlum en nokkuð vestan við Krauma verður útbúinn lendingarstaður með göngustíg á milli.

Arkitekt bygginganna, baðsvæðis og landslags er Brynhildur Sólveigardóttir. 

Húsasmíðameistari er Sigurður Árni Magnússon
 

1.jpg

Laugar


Meginaðdráttarafl Krauma verða náttúrulaugarnar. Búningsaðstaða fyrir 140 manns verður í þjónustuhúsi og austan við það verða nokkar heitar laugar af ýmsum gerðum sem allar munu þó eiga það sameiginlegt að innihalda ekta hveravatn úr Deildartunguhver. Til kælingar verður það blandað með köldu vatni úr Rauðsgili en það er gil sem gengur suður úr Reykholtsdal rétt innan við Reykholt. Engum klór eða sótthreinsiefnum verður blandað í vatnið en þess í stað verður tryggð næg endurnýjun vatnsins í laugunum. Laugarnar verða byggðar úr náttúrulegum efnum og umhverfið allt með skírskotun í móður jörð. Tvö aðskilin gufuböð verða á laugasvæðinu hvort með sitt lyktarþema og fyrir þá sem vilja, verður hægt að skella sér ofan í ískalda laug eitt andartak til að koma blóðinu almennilega á hreyfingu. Til að fullkomna slökunina verður gestum boðið að njóta hvíldarherbergis á laugasvæðinu við róandi tónlist og snark í arineldi.

Laugar


Meginaðdráttarafl Krauma verða náttúrulaugarnar. Búningsaðstaða fyrir 140 manns verður í þjónustuhúsi og austan við það verða nokkar heitar laugar af ýmsum gerðum sem allar munu þó eiga það sameiginlegt að innihalda ekta hveravatn úr Deildartunguhver. Til kælingar verður það blandað með köldu vatni úr Rauðsgili en það er gil sem gengur suður úr Reykholtsdal rétt innan við Reykholt. Engum klór eða sótthreinsiefnum verður blandað í vatnið en þess í stað verður tryggð næg endurnýjun vatnsins í laugunum. Laugarnar verða byggðar úr náttúrulegum efnum og umhverfið allt með skírskotun í móður jörð. Tvö aðskilin gufuböð verða á laugasvæðinu hvort með sitt lyktarþema og fyrir þá sem vilja, verður hægt að skella sér ofan í ískalda laug eitt andartak til að koma blóðinu almennilega á hreyfingu. Til að fullkomna slökunina verður gestum boðið að njóta hvíldarherbergis á laugasvæðinu við róandi tónlist og snark í arineldi.