Krauma náttúrulaugar
UPPLIFÐU KJARNA
ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU
Skammt norðan við Deildartunguhver standa Krauma – náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver, sem kælt er niður með varmaskiptum. Í laugunum er því eingöngu hveravatn.
Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.
Veitingastaðurinn rúmar 70 manns í sæti og annað eins á útisvæði. Lögð er áhersla á ferskt hráefni úr héraði.
Náttúrulaugar
Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver, sem kælt er niður með varmaskiptum. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.
Slökun
Til að hámarka slökunina stendur gestum til boða að dvelja í hvíldarherbergi sem staðsett er á laugasvæðinu. Í herberginu er að finna þægilega legubekki þar sem gestir slaka á við ljúfa tónlist og snark frá arineldi.
Veitingastaður
Í aðalbyggingu er veitingastaður með fullbúnu eldhúsi sem rúmar 70 manns í sæti og 60 á útisvæði þegar veður leyfir. Á veitingastaðnum er lögð áhersla á ferskt hráefni úr héraði með áherslu á gæði. Við bjóðum upp á létta rétti ásamt kaffi og meðlæti.
Vatnsmesti hver í Evrópu
Deildartunguhver
Deildartunguhver í Reykholtsdal er vatnsmesti hver Evrópu. Hverinn er skýrt dæmi um þá ógnarorku sem býr í jörðinni, en kraumandi hverinn spúir upp um 180 lítrum af 100°C heitu vatni á sekúndu. Þessi náttúruauðlind hefur eflaust verið nýtt til þvotta og matarsuðu öldum saman en fyrir 80 til 90 árum var um 600 metra timburstokkur smíðaður til að flytja gufu að gamla húsinu í Deildartungu. Með gufunni mátti hita upp húsið og sjóða mat í gufupotti, auk þess sem íbúar gátu farið í heita sturtu og gufubað, sem þóttu einstök þægindi á þeim tíma.
Verðskrá
Menu
Menu
VETRARKORT
Kortið gildir frá 1. okt til 31. mars.
42.000 Kr
ÁRSKORT
Kortið gildir í eitt ár.
74.900 Kr
KLIPPIKORT
10 skipti í náttúrulaugarnar
63.665 Kr