GRÆN ORKA
100% vistvæn orka frá heitu vatni í Deildartunguhver
Náttúrulaugarnar Krauma í Borgarfirði
Sett hefur verið upp smávirkjun sem framleiðir 40 kW af rafmagni.
Krauma mun sjálf nýta hluta af rafmagninu en selur umframrafmagn til Orkusölunnar og fer það í gegnum rafdreifikerfi RARIK.
Smávirkjunin er framleidd af franska fyrirtækinu Enogia. „Það eru heitar uppsprettur á nokkrum stöðum í Borgarfirði og ef þetta verkefni gengur vel og verður hagstætt þá verður möguleiki á að framleiða rafmagn hér fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Jónas framkvæmdastjóri Krauma.