GRÆN ORKA


100% vistvæn orka frá heitu vatni í Deild­artungu­hver

Nátt­úru­laug­arn­ar Krauma í Borg­ar­f­irði

Sett hef­ur verið upp smá­virkj­un sem fram­leiðir 40 kW af raf­magni.

Krauma mun sjálf nýta hluta af raf­magn­inu en sel­ur um­framraf­magn til Orku­söl­unn­ar og fer það í gegn­um raf­dreifi­kerfi RARIK.


Smá­virkj­un­in er fram­leidd af franska fyr­ir­tæk­inu Enogia. „Það eru heit­ar upp­sprett­ur á nokkr­um stöðum í Borg­ar­f­irði og ef þetta verk­efni geng­ur vel og verður hag­stætt þá verður mögu­leiki á að fram­leiða raf­magn hér fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir,“ seg­ir Jón­as framkvæmdastjóri Krauma.

40 kW

vístvæn orka

„Krauma er full­kom­inn staður til þess að sýna fram á nota­gildi vél­ar­inn­ar enda nota jarðvarma­böðin á staðnum vökva úr öfl­ug­asta hver Evr­ópu, Deild­artungu­hver.


Með hit­ann í jarðvarma­vökv­an­um að vopni má fram­leiða nægi­lega orku til þess að sjá Krauma fyr­ir raf­magni ásamt því að hjálpa til við að kæla jarðvarma­vökv­ann áður en hann fer í böðin, sem einnig spar­ar notk­un kalds vatns.


Því mun upp­setn­ing smá­virkj­un­ar­inn­ar hjá Krauma auka sjálf­bærni baðanna til muna á græn­an og um­hverf­i­s­væn­an hátt,“


- Jón­as Friðrik Hjart­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Krauma